Umburðarlyndi

Eigum við að umbera allt?

Umburðarlyndi

Siðferði fólks er mismunandi og er oft á tíðum grundvöllur ágreinings. Sumir vilja meina að siðferðilega rétt breytni sé afstæð og að ekki sé hægt að segja með óyggjandi hætti hvað sé rétt hegðun, rétt líferni eða réttar skoðanir. Við ættum því að sýna fólki umburðarlyndi, þar sem að “ekki erum við öll eins”. Umburðarlyndi er veigamikill þáttur í siðferðilegri afstæðishyggju, og hugsanlega hennar helsti kostur. En hún getur líka verið hennar helsti galli. Ef við eigum að umbera skoðanir og hegðun annarra getum við þá nokkuð gagnrýnt skoðanir annarra? Getum við hugsanlega farið okkur að voða ef við tökum umburðarlyndið of langt? Eigum við að umbera hvað sem er?

Kveikja

Sumir hafa aðrar skoðanir en við, bæði á hversdagslegum hlutum eins og hvað sé áhugavert eða hvað er gott að borða, en líka á því hvað er rétt og rangt.

Hvað finnst ykkur t.d. vera fallegasti liturinn? Hver er uppáhaldsmaturinn ykkar?

Við megum öll hafa mismunandi skoðanir á þessum hlutum, og okkur ber að virða skoðanir vina okkar.

En hvað ef að það kæmi nýr skólastjóri í skólann ykkar og segði að allir örvhentir krakkar ættu ekki að fá að ganga í skólann? Ættuð þið að umbera það?

Umræður

Hvað er gott við umburðarlyndi?

  • T.d.: Við sýnum fólki virðingu, virðum frelsi þeirra og sjálfræði.

Hvað er ekki gott við það?

  • T.d.: Fólk getur komist upp með það sem þeim sýnist, jafnvel þó athafnir þeirra geta skaðað aðra.

Hvað eigum við ekki að umbera og af hverju?

  • Má t.d. skaða aðra? Má ljúga?

Þróunarverkefni

Á þessari heimasíðu má finna afurð þróunarverkefnis sem var unnið á frístundaheimilinu Undralandi í Grandaskóla skólaárið 2019–2020. Markmið verkefnisins er að efla siðfræðilega vídd frístundastarfsins og gera starfsfólki og börnum auðveldara fyrir að ræða hinn siðferðilega veruleika með gagnrýna hugsun í fararbroddi. Hafið samband við Ellert Björgvin Schram í tölvupósti ellertschram@gmail.com

%d bloggers like this: