Leikir


LEIKIR


Af hverju leikir?

Á fyrstu árum grunnskólagöngu er leikþörfin mikil og hin „barnslega forvitni“ óþrjótandi. Við erum eflaust sjaldan eins heimspekilega þenkjandi og á bernskuárum okkar. Í frístund er leikur í fyrirrúmi og hinn óformlegi rammi frístundaumhverfis er því tilvalinn vettvangur til þess leyfa hugmyndafluginu og leikgleðinni að blómstra.


LEIKIR GETA SKAPAÐ SKEMMTILEGT UMHVERFI Á SAMA TÍMA OG ÞEIR ERU FRÆÐANDI


Þróunarverkefni

Á þessari heimasíðu má finna afurð þróunarverkefnis sem var unnið á frístundaheimilinu Undralandi í Grandaskóla skólaárið 2019–2020. Markmið verkefnisins er að efla siðfræðilega vídd frístundastarfsins og gera starfsfólki og börnum auðveldara fyrir að ræða hinn siðferðilega veruleika með gagnrýna hugsun í fararbroddi. Hafið samband við Ellert Björgvin Schram í tölvupósti ellertschram@gmail.com

%d bloggers like this: