Mýkt í samskiptum

Þessi „vísindatilraun” er til þess gerð að vekja athygli á mikilvægi mýktar í samskiptum.

Efniviður

Ó-Newtonskur vökvi: Vatn og maíssterkja og stórt ílát.

Fyrir frekari leiðbeiningar sjá: https://www.stevespanglerscience.com/lab/experiments/non-newtonian-fluid/

Tilraunin

Blandið saman vatni og maíssterkju í stórt ílát, t.d. stóra skál þannig að vökvinn verði mjög þykkur. Vökvinn mun hegða sér þannig að hann er vökvakenndur við lítið áreiti, en við meira áreiti herpist hann saman og verður stífur viðkomu.

Leyfið þátttakendum að prófa sig áfram að vild og leggið áherslu hvernig vökvinn bregst við áreitinu. Yfirborðið harðnar við það að berja í hann. Ef við setjum hendina mjúklega ofan í vökvann og kippum henni snögglega upp bregst vökvinn þannig við að hann rígheldur í hendina.

Prófið að bæta matarlit í vökvann

Siðfræðin

Bendið á tenginguna við mannleg samskipti. Hvernig finnst ykkur fólk bregðast við áreiti og offorsi? Er vænlegra að sýna kurteisi eða frekju? “Ég er með!” eða “Má ég vera með?”.

Ef við förum mjúklega að fólki ganga samskipti mun betur en ef við komum að því með offorsi.

Þróunarverkefni

Á þessari heimasíðu má finna afurð þróunarverkefnis sem var unnið á frístundaheimilinu Undralandi í Grandaskóla skólaárið 2019–2020. Markmið verkefnisins er að efla siðfræðilega vídd frístundastarfsins og gera starfsfólki og börnum auðveldara fyrir að ræða hinn siðferðilega veruleika með gagnrýna hugsun í fararbroddi. Hafið samband við Ellert Björgvin Schram í tölvupósti ellertschram@gmail.com

%d bloggers like this: