Samverustundir


SAMVERUSTUNDIR


Hvað er samverustund?

Samverustund er vettvangur þar sem leiðbeinandi sest niður með börnunum og vekur máls á hinum siðferðilega veruleika í öruggu, gagnrýnu umhverfi. Í slíku rannsóknarsamfélagi þurfa meðlimir að vera undirbúnir fyrir rökræður þar sem ríkir virðing og tillitsemi. Markmiðið er að hugsa saman, og því er kennarinn í hlutverki leiðbeinanda og meðrannsakanda, fremur en áhorfanda eða stjórnanda.

Til þess að hefja umræðuna er gagnlegt að notast við kveikjur. Kveikjur geta verið stuttar sögur, hugsunartilraunir, mynd eða leikur. Hér eru dæmi um nokkrar byggðar á hinum helstu siðfræðikenningum.


Á SAMVERUSTUNDUM ER SKAPAÐUR SAMEIGINLEGUR ORÐAFORÐI SEM NÝTIST Í DAGLEGU STARFI


Þróunarverkefni

Á þessari heimasíðu má finna afurð þróunarverkefnis sem var unnið á frístundaheimilinu Undralandi í Grandaskóla skólaárið 2019–2020. Markmið verkefnisins er að efla siðfræðilega vídd frístundastarfsins og gera starfsfólki og börnum auðveldara fyrir að ræða hinn siðferðilega veruleika með gagnrýna hugsun í fararbroddi. Hafið samband við Ellert Björgvin Schram í tölvupósti ellertschram@gmail.com

%d bloggers like this: