NEW homepage


SIÐFRÆÐI Í FRÍSTUND


Hvers vegna siðfræði í frístund?

Í frístundastarfi á sér stað siðferðismótun hvort sem hlúð er að henni eða ekki. Með því að stunda siðfræði í samræðu við aðra leggjum við grunn að siðferðilegri yfirvegun, dómgreind og gagnrýninni hugsun.

Frístundastarf eru tilvalinn vettvangur til þess að eiga samræður um siðferðið. Þar sem siðferðisþroski er nauðsynlegur hverjum einstaklingi í lýðræðissamfélagi er nauðsynlegt að nýta hið kjörna tækifæri sem frístundastarfsfólki býðst, þegar börnin eru að stíga sín fyrstu skref í slíku samfélagi, til þess að leggja grunn að sjálfstæðri, ábyrgri og agaðri hugsun. (nánar: Um verkefnið)

Ásamt því að efla siðferðilega hugsun ungmenna er verkefnið nytsamlegt verkfæri fyrir starfsfólk sem stuðlar að aukinni fagmennsku frístundastarfs almennt. (nánar: Starfsfólk og fagmennska)


VERKEFNIÐ STYÐUR VIÐ MEGINMARKMIÐ MENNTASTEFNU REYKJAVÍKUR: FÉLAGSFÆRNI, SJÁLFSEFLINGU, LÆSI, SKÖPUN OG HEILBRIGÐI


Þróunarverkefni

Á þessari heimasíðu má finna afurð þróunarverkefnis sem var unnið á frístundaheimilinu Undralandi í Grandaskóla skólaárið 2019–2020. Markmið verkefnisins er að efla siðfræðilega vídd frístundastarfsins og gera starfsfólki og börnum auðveldara fyrir að ræða hinn siðferðilega veruleika með gagnrýna hugsun í fararbroddi. Hafið samband við Ellert Björgvin Schram í tölvupósti ellertschram@gmail.com